fimmtudagur, júní 05, 2003

Bad hair day

Klukkan er að verða fimm og ég komin í LANGT og LANGþráð helgarfrí... Ég sit við tölvu inni á hóteli og er að manna mig upp í að labba út í strætóskýli - það er bara of þægilegt að setjast niður eftir svona erfiðan dag. Ég pantaði mér tíma í klipp og stríp á morgun því hárið á mér er hræðilegt, punktur! Ég er komin með svo svakalega rót að það er eins og ég sé að verða gráhærð, hmm... kannski ég ætti ekkert að lita það og komast að því once and for all hvernig hárið á mér er í rauninni á litinn?!? Nehh... Við Davíð ætlum að skella okkur vestur á Barðaströnd á morgun og vera í Birkihlíð* í fjóra daga. Við erum búin að kaupa fullt af grillgúmmelaði og fínerí og vá hvað ég hlakka til!!! Jæja, ég held að 140 sé u.þ.b. að leggja af stað frá Hlemmi... eftir 10 mín, já flott - það gefur mér 10 mín til að labba niðreftir... fleira var það ekki í bili!!! *fjölskylduóðalssetrið

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home