Vá hvað það var gaman í gær... Ég, Bára og Kata vorum heima hjá Báru að spila eitthvað drykkjuspil í gærkvöldi. Þetta spil eignaðist Kata þegar hún var 5-6 ára gömul og var að safna dóti á tombólu. Henni fannst þetta svo kúl að hún hirti það bara sjálf! Eftir mikið spjall, slúður og bjórdrykkju skelltum við okkur niður á Sólon. Þær fóru inn á undan mér því ég var ekki búin með bjórinn minn og ætlaði að rölta um á meðan ég kláraði að drekka hann. Þegar ég var þarna labbandi rakst ég á 2 náunga sem sögðust vera frá Amsterdam og væru að leita sér að skemmtistað til að tjútta á. Ég var auðvitað á leið niður á Sólon svo ég sagði þeim bara að það væri fínn staður og hélt svo áfram niðureftir. Þeir eltu mig svo ég fann einhvern gaur til að láta þá tala við en svo voru vinirnir mættir á eftir mér í röðinni á Sólon. Við Boris töluðum saman á táknmáli gegnum gluggann og alltaf kemst ég að því betur og betur hvað það var helvíti gott að hafa farið í þennan áfanga í skólanum, virkar vel á djamminu! Jæja, ég fór upp og þeir alltaf rétt á eftir mér, fóru á barinn og splæstu á mig bjór en svo stakk ég bara af. Ég fór niður og fann stelpurnar og eitt stk. Dana við eitthvað borð. Þessi Dani var staddur á Íslandi því hann var að skrifa ritgerð um strætókerfið á Íslandi, mjööög áhugavert, en hva... hann keypti bjór á línuna bara, ekki segir maður nei ? Enda var hann líka bara voða myndarlegur! Jæja, enn og aftur komu Amsterdambúarnir, en bara annar þeirra settist við borðið hjá okkur með einhvern vin sinn með sér... en svo byrjaði bara gaurinn að tala íslensku við mig... og er þá bara hagfræðinemi í HÍ!!! Ég bölvaði honum í sand og ösku en mest bara í gríni... Ég nefnilega hitti fólk á Laugaveginum þegar ég var með þá í eftirdragi og sagði þá vera heimska útlendinga og allt þar fram eftir götunum... en þeir sögðu aldrei orð heldur eltu mig bara út um allt! (Ég hlýt að vera svona ofsalega falleg að¨þeir gátu bara ekki látið mig í friði hehe, sögðu reyndar eitthvað um brjóstin á mér sem ég man engan veginn...) Kata fór heim um 3-4 leytið því hún var að fara að vinna kl.9 í morgun, takk fyrir góðan daginn! Ónefndur strákur kom þarna að borðinu í '80's átfitti og vildi fá okkur heim með sér en ég sagði: "Nei veistu, við erum eiginlega lesbíur og viljum bara vera þrjár saman!"og benti á einhverja stelpu á næsta borði, hélt að þannig hefði ég losnað við hann en neinei, hann hætti ekkert! Jæja, þegar lokaði á Sólon fórum við Bára bara niður á Glaumbar og hittum Amsterdamann aftur og ónefnda manninn í átfittinu. Ég sagði Amsterdamanum frá þessu atviki með ónefnda manninn og þá sagði hann: "hey, ég skal hjálpa ykkur að losna við hann?" og ég bara "Ok, hvernig?" Amsterdaminn glotti þá bara og sagði: "Ég skal reyna við hann!!" og stökk á eftir honum. Þetta var með því fyndnara sem gerðist þetta kvöld skal ég segja ykkur! Við hittum Evu Maríu á leiðinni út, keyptum okkur pylsur á Lækjartorgi og röltum svo heim um ca. 6:00. Ég var búin að panta gistingu hjá Báru en það endaði bara með því að ég var ein þarna! Minnir mig óneitanlega á eitt djamm úti í Köben í fyrrasumar, þegar ég vaknaði ein heima um morguninn og vissi ekkert hvað var í gangi. Þá hafði ég semsagt steinsofnað, og slökkt á símanum en svo þegar ég kom fram í stofu voru skilaboð á símsvaranum frá Báru... svohljóðandi: "Rósa... viltu opna fyrir mér... RÓSA VILTU HLEYPA MÉR INN!!!" en mín bara sofandi hehe, en það reddaðist - hún skokkaði yfir til Hildar og Soffíu og gisti þar! Hringdi svo um morguninn og sagði "Má ég koma heim núna?" - allt í gúddi bara! ALLAVEGA, þá var gærkvöldið mjöööög skemmtilegt. Við ætluðum í einhvern fjöldaeróbikk tíma í Sporthúsinu kl. 14:00 í dag en vegna *hóst* óviðráðanlegra *hóst* aðstæðna gekk það ekki aaalveg! Takk æðislega fyrir kvöldið stelpur, við VERÐUM að gera þetta oftar! p.s. (Amsterdaminn heitir bara Amsterdaminn því ég náði aldrei nafninu á grey gaurnum! og ónefndi maðurinn er strákur sem ég er búin að þekkja síðan ég var púki og bróðir stelpu sem ég þekki svo nafnið kemur ekki fram... sem er bara best held ég)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home