Helgin Föstudagurinn var góður, Bára hélt upp á afmælið sitt, sagðist ekki ætla að bjóða upp á neitt, en endaði svo með því að hún lumaði á svaka marengstertu og snakkpoka, svei mér þá! Við vorum í teitinu svona fram eftir kvöldi, Eyrún (yngri) drakk úr blómavasa allt kvöldið, sem var frekar fyndið... því hún bað Ester um að rétta sér staup... og fannst ekkert athugavert við þennan blessaða blómavasa!, Við spiluðum drykkjuspilið hennar Kötu og mitt lið vann... (eða, við vorum fyrst að klára hringinn!) En allavega, við drifum okkur í bæinn, og auðvitað beint á Sólon... og vorum þar fram að lokun. Hittum góðvin okkar, Amsterdamann sem heitir svo Vilhelm eftir allt saman! Ég eignaðist ágætis félaga þegar ég skrapp á kamarinn í eitt skiptið. Við sögðumst vera að gera könnun í Háskólanum, og mældum út alla karlmenn sem komu niður í svona hálftíma... spurðum þá alls konar spurninga og skoðuðum klæðnað, rassa o.fl... En þarna rétt fyrir lokun, eitthvað um hálffimm, skruppum við niður á Lækjartorg þar sem ég ætlaði í sakleysi mínu að fá mér pylsu áður en ég færi heim. Hittum einhverja 2 gaura sem kölluðu okkur hórur og tussur og við urðum frekar reiðar svo Bára lamdi annan gaurinn og ég sparkaði í hann. Auðvitað urðu þeir drulluhræddir við okkur þrusukvendin og báðu okkur um að róa okkur og helst bara fara, sem við gerðum... fórum bara aftur á Sólon... Hann Vilhelm dansaði með okkur alveg eins og hann ætti lífið að leysa þarna undir lokin, en þá tókum við smá "Australian Bar" fíling sko...(Þið sem vitið ekkert um það þá tókum við Boris eitt kvöld á Australian Bar vel í nefið, dönsuðum eins og brjálæðingar þangað til svitinn skvettist á næsta mann!) Jæja, eftir lokun var eftirparty þar sem var farið í "Ég hef ekki..." og fatapóker, en ég því miður missti af þessu því ég skreið inn í rúm. Ég sofnaði svo endanlega klukkan 10:30 AM eftir pizzuát og kókdrykkju... Takk fyrir mig! Í gærkvöldi var ég að passa lillebror, eldaði pítur og keypti snakk og súkkulaði... sat svo bara fyrir framan TV-ið fram á nótt... vaknaði svo í morgun við símann og kölluð út í vinnu... "Geturu mætt? ... ohh, þú ert engill!" - og auðvitað mætir maður eftir svona comment ;) Síðan var ég nú ekkert svo ofsalega dugleg í dag... en ég sparaði þeim svona 2ja tíma vinnu kannske...! Ég sofnaði kl. hálfsjö í kvöld, skreið bara undir sæng og steinsofnaði... sem þýðir að ég fer ekki alveg strax að sofa! Át svo hangikjöt og kartoffelmus þegar ég vaknaði. Og horfði á fyrsta þáttinn af Nikolaj&Julie á RÚV, og shit hvað ég verð að sjá alla þættina! Fékk alveg smá heimþrá þegar ég sá Köben... og ekki skemmdi fyrir hvað þetta var dúndurgóður þáttur! Titillagið er með Tim Christensen, sem er danskur trúbador, frekar frægur er mér sagt... og lagið heitir Right Next To The Right One og textinn alveg heart-breaking! (Fékk þetta lag fyrir dálitlu síðan frá Bjarka danska... af tilviljun bara!)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home