laugardagur, janúar 11, 2003

Heyrðu já... ég fór á tónleika á Gauknum á miðvikudagskvöld með Kötu, Báru og Eika... frekar gaman!!! Fyrstir komu gaurar sem kölluðu sig Sacre R. - jájá, alveg ágætir, fyrir utan gaurinn í hvíta bolnum sem vissi ekkert hvernig hann átti að vera, sem kom örugglega niður á gítarspileríinu hjá honum. Þetta var fín tónlist nema ég og Kata vorum virklega að pæla í því að bjóðast til að syngja fyrir þá. ÉG HEYRÐI ENGAN SÖNG... nema "... oh mig langar út... ekki..." o.s.frv. scrambled eggs!!! Næst komu Dáðadrengir, betri en þeir á undan, og nutu mikilla vinsælda hjá MH-ingum í salnum, gaurinn með rauða lakkrísbindið á hljómborðinu var frekar góður, eins gaurinn með afróhárkolluna, sem reyndist vera sonur Bjarkar Guðmundsd. sem stóð úti í sal... ALLAVEGA, þá voru þeir alveg ágætir, spiluðu hip-hop og frekar góðir rapparar... jájá! Síðastir komu Lubricant, en þeir voru einmitt ástæða þess að við lögðum leið okkar niður á Gaukinn. Byrjuðu með intro sem var frekar töff, instrumental - mikið klapp! Þeir tóku lög eftir sig og eftir band sem ég man ekki nafnið á en anyways... frekar massive og Davíð fær mikið hrós fyrir söng og gítarleik. Beitir röddinni mjög flott og gaman að fylgjast með honum spila á gítarinn, heyrði á leiðinni út "djöfuls rödd er gaurinn með!!!". Siggi á trommunum var dúndurgóður og ég heyrði mikið talað um hvað hann hefði verið betri en trommuleikararnir í hinum böndunum. Síðan var hvíslað að mér "hérna... þessi á bassanum er eins og hobbiti ef maður pælir í því?" - sem er frekar skondið, en hann er rauðhærður og með alskegg. Ég sá ekki mikið í hann en heyrði hins vegar meira í bassanum en gítarnum. Sat til hliðar við sviðið, gæti verið það! Hann var samt greinilega að fíla sig, og þeir allir - skemmtu sér konunglega ... svo og við hin í salnum. Fólk var samt orðið þreytt en Lubricant voru eigi að síður klappaðir upp og tóku þeir eitt af fyrstu lögunum sem þeir sömdu, sem að mínu mati var eitt af þeim bestu sem þeir tóku þarna um kvöldið. Í heild voru þetta fínir tónleikar, ekkert vesen með hljóð eða annað slíkt... TAKK FYRIR! :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home