þriðjudagur, janúar 28, 2003

Ég fór í bíó í kvöld sem hefur ekki gerst lengi... og ég uppgötvaði hvað mér finnst gaman í bíó. Ég fór á The Transporter og hafði lítið sem ekkert heyrt um þessa mynd en hún var hörkugóð. Byrjaði mjög hröð, svo kom svona hægur kafli og endaði í hasar. Mæli með henni ef þið viljið sjá töff spennu- og slagsmálaatriði og flottan aðalleikara, sem lék m.a. í Snatch. Mikið af svona "nau!!!" og "geðveikt!!!" atriðum, auk þess að vera full af húmor. Ég segi ekki meira... þið verðið bara að sjá hana!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home