Blogg splogg... eins og glöggir lesendur sjá þá hef ég ekki verið dugleg við bloggið undanfarnar vikur... kannski út af hugmyndaleysi eða jafnvel netleysi á heimili mínu ? ! ? Þá dettur mér í hug orðtak: "Eigi skal rita ef á þér er skita" Ég er ekki að segja að ég sé öll útötuð í skít en ... ég get alveg verið á kafi í einhverju öðru, s.s. námi og kannski öðru sem krefst þess að ég sé ekki með tölvuna í fanginu! Ég var að uppgötva dálítið... Inga og Keli eru alltaf að bjóða mér að koma upp á Hvanneyri og liðka hrossin og ég segi alltaf "já, takk... ég fer að drífa mig" og eitthvað þvíumlíkt, en er þó ekkert búin að fara, er það ekki rakinn dónaskapur ? Svo komst ég að því að ég get eiginlega farið eins oft og ég vil þar sem ég er hætt í kórnum í bili og sjóleiðis... Nú losna þau ekki við mig þarna uppfrá!!! Já, ég er hætt í kórnum í bili, ég verð ekki með þessa önn ... og ég held að fólk sé ekki að ná því! Meira var það ekki í bili, ég bið bara að heilsa, ef þið sjáið mig á Broadway í kvöld þá kastið þið á mig kveðju, ég bið ekki um annað! Takk fyrir
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home