Ragnheiður sis er byrjuð að blogga, tjekkið á henni!!! Ég tók eftir að ég er ekki búin að segja neitt gáfulegt hérna í marga daga, kannski út af prófum, kannski út af ýmsu öðru... veitiggi! Ég fór niður í Blómaval til að heilsa upp á Inga, frekar kalt þar sem hann er að vinna enda var hann í kuldagalla! Muna ekki allir eftir þessu þegar maður var púki?!? ...Þessir dagar þegar maður beið eftir að komast í gallann og út í snjóinn ? En bíddu... hvar er snjórinn núna?!? Ég fékk upphringingu í gær, það var hún Kristín Sif, sem var með mér í bekk frá 6.bekk og þangað til ég stakk af til Reykjavíkur. En allavega, þá var hún að hringja og boða mig á svona "ríjúníon" á næsta föstudag uppi í Borgarnesi... ætla ég að mæta ?!? Ójá, vá hvað ég hlakka til að sá allt þetta fólk... ég hef nú breyst örlítið sjálf á þessum árum síðan ég hætti í grunnskóla. Vona bara að flestir mæti :o)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home