fimmtudagur, desember 12, 2002

Jááá... þá eru prófin búin. Hef ekki meira um það að segja nema það að ef ég fell í stærðfræði þá þarf ég víst að taka mér pásu í 1 önn hmm... not good! Ég fór í ljós áðan, nældi mér í nokkrar góðar freknur ásamt því að brenna dáldið mikið vinstra megin í andlitinu - hvað er málið ? .. Nú er eins og ég hafi lent í barsmíðum, hvers á ég að gjalda!?!? Meðan ég lá þarna var ég að pæla í því ef ég myndi festast inni í bekknum, og gaurinn í afgreiðslunni þyrfti að koma og hleypa mér út - nei, pant ekki. Enda er hann voða skrýtinn, eldrauður með aflitað hár... já hann er eldrauður, ekki bara í framan! ...kannski geislavirkur?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home