þriðjudagur, desember 03, 2002

Hversu seinheppin get ég verið ? ...ég svaf yfir mig í morgun, vaknaði 11:40 en átti að mæta í íslenskuprófið kl.11 - hringdi niður í skóla til að fá upplýsingar um sjúkrapróf og svona. Allt í lagi, hún segir "sjúkraprófið er 10.des klukkan 18:00 og mundu eftir sjúkravottorði" og ég bara "takk fyrir bless!" - fór svo að hugsa... bíddu, er ég ekki í prófi þennan dag ? Viti menn, ég er í stærðfræðiprófi þarna um morguninn og íslensku 403 á sama tíma og þetta bannsetta sjúkrapróf... verð að hugsa þetta eitthvað út, er ekkert viss um að beyglurnar á skrifstofunni vilji hjálpa mér!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home