fimmtudagur, nóvember 14, 2002

Já, eins og Viktor benti á í commentinu sínu þá komum við upp með smá rökfræðslu og ég ætla bara að skrifa hana hér ef einhver getur vegna einhverra ástæðna ekki skoðað comment dótaríð! Staðreynd nr.1: "Heimskur hlær að sjálfs síns fyndni" Staðreynd nr.2: "Hláturinn lengir lífið" Ályktun: Allt gamalt fólk er heimskt! Annað dæmi (sem kom þessari röksemdafærslu í gang): Staðreynd nr.1: "Jón er bíll" Staðreynd nr.2: "Allir bílar eru bláir" Ályktun: Jón er blár! Já, Ingi hefur sýnt stuðning og ánægju með framtak mitt þannig að hér koma nokkur orðtök í viðbót. Ég verð örugglega svona týpa: "... og þá dettur mér nú staka í hug!" NEMA ég verð svona: "jah, þá dettur mér í hug orðtak!" - haha, já ég er fyndin! "Oft er annar sokkurinn stakur nema hinn finnist" "Dýrt er drottins orð nema á útsölu sé" "Sælir eru einfaldir nema í þrívídd" "Oftast liggur hundurinn grafinn sé hann dauður" "Öfugur sér maður best hvað snýr fram" ... to be continued ... eða eins og Benedikt Gröndal mælti: "Mitt er að yrkja, ykkar að skilja."

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home