laugardagur, nóvember 23, 2002

Dimmisjón var í gær, og Bára var að dimmitera, sló ærlega í gegn sem strumpur með gulrótartösku... múnaði framan í salinn mörgum sinnum (reyndar í rauðum buxum innan undir en samt fyndið) og grýtti fólk og illa sjáandi með karamellum!!! Ég dottaði á kóræfingu... hahaha!!! Ég fór á Sölumaður deyr í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Ok, mér finnst alveg gaman í leikhúsi en já... ég hef ekkert að segja um þessa sýningu nema það að hún var of löng fyrir minn smekk og hallærislegt að nota útlensk nöfn og dollara í rammíslensku leikhúsi. Annars var leikmyndin mjög spes og hljóð og lýsing mjög flott. Eftir sýninguna, um 23:15 brunaði ég til Báru og náði í Lambrusco flöskuna mína og miðann hennar á dimmisjónballið, hún var ónýt eftir daginn og meikaði ekki djamm! Jæja, ég fór heim og tók mig til á mettíma hehe ... svo komu Björg og Eyrún og við niðrí bæ. Þegar við komum niður á Vídalín sögðu gaurarnir í dyrunum að við kæmumst ekki inn, dimmisjónballið væri búið og bara shit... gat ekki notað miðann! Fuck it, við ákváðum þá bara að rölta upp Laugaveginn og fórum á 22. Þar sátum við í smátíma, Ingi kom þarna og tyllti sér hjá okkur. Svo fannst okkur farið að fækka voðalega á staðnum og fórum þess vegna bara út. Hittum á einhvern snilldargaur fyrir utan Dressman sem var að glamra á gítar og raula með. Björg og Ingi tóku af honum gítarinn og skiptust á að spila, jah... rifust um gítarinn réttara sagt hehehe!!! Svo stóðum við þarna og sungum hástöfum og söfnuðum hellings pening fyrir gaurinn og fullt af fólki stoppaði og bað um óskalög :) Þegar við fengum leið á þessu fóru Björg og Ingi heim en ég fór aftur upp á 22 með Eyrúnu, stoppaði ekki lengi í þetta skiptið heldur fékk far með Hönnu frænku, Andra bróður hennar og einhverri stelpu sem ég þekki en er í MH! Þau ákváðu að fara á Devito's og fá sér pizzu, djöfuls snilld er það... mmm !!! Já, Andri er búinn að vera með mér í þýsku í allan vetur hahaha... fattaði ekki baun! Svo kom ég heim rétt fyrir fjögur og steinsofnaði... AMEN!!! Í dag skrapp ég upp í Smáralind með mömmu, sá Jónas hennar Tullu... hmm rosalega er hann alltaf myndarlegur!!! allt í lagi bless

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home