Það voru -7°C í morgun þegar ég steig út úr strætó í morgun... oj bara hvað það var kalt!!! Ég var orðin loppin á tánum og fingrunum, og nefið á mér eldrautt og dofið... takk fyrir! Eins gott að Micran er komin á nagladekk... Hár og klippingar eru mikið issue hjá mér þessa dagana, ég þarf svo innilega að láta lífga upp á þetta hárstrý sem ég er með á höfðinu. Ef einhver veit um mjög góða stofu, sem er kannski ekki rándýr og svona... þá endilega látið mig vita! Guðrún Edda frænka er búin að klippa mig svo lengi að ég treysti eiginlega engum öðrum en henni fyrir hárinu á mér, en þar sem hún er búin að eignast barn og svona... þá þori ég ekkert að vera að troða mér upp á hana lengur, en ég ætla samt að reyna ;) Uss, klukkan er orðin margt... og hey, þetta "Shout Out" sem er hérna út um allt... það er svona kommentaríó dæmi! ... íslensk þýðing er í vinnslu!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home