föstudagur, október 11, 2002

Gott kvöld... Ég horfði á nokkra Friends þætti í dag... og ef þið vissuð það ekki þá fær Joey hlutverk í "Days Of Our Lifes" en ég hef einmitt séð þá þætti... jahá, svei mér þá, sá þetta í DK í sumar! - og meiri steypan sem þessir þættir eru, margfalt verri en Leiðarljós... passið ykkur bara! Talandi um Danaveldi... Það hangir auglýsing uppi í MH, verið að auglýsa eftir fólki sem var í DK í sumar... anyway, ég og Bára ætlum að tala við Freydísi í Bene út af dvöl okkar þar ytra... kannski láta hana fá einhverjar ritskoðaðar myndir og eitthvað skemmtilegt pár á blaði ef hún vill það í blaðið ?!? Bíðið spennt... Og með tímanum mun ég kannski setja inn myndir hér, ef ég finn einhvern til að kenna mér það ;) Hey já, ég var að syngja með kórnum uppi í skóla áðan á svona kynningarkvöldi fyrir foreldra nýnema, og þó svo að ég sé ekki nýnemi hefur fjölskyldan mín verið dugleg að láta sjá sig á svona uppákomum, sem mér þykir voða vænt um, takk fyrir það :o* Allavega... þetta var ágætt - alltaf gaman að syngja! p.s. takk Ingi fyrir að linka á mig, og commentið: " kíkið endilega á hana...hún er töff...virkilega ;) " - ég þarf bara að læra að setja inn linka hérna til hliðar!!! ...annars er Ingi á http://muggur.tk og ég kann ekki einu sinni að gera þetta rétt... bara copy/paste hehe

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home