Ég var í skírn í dag. Það var verið að skíra litla frænku mína, sem Guðrún Edda og Sævar eiga, ótrúlega fallegt barn by the way :). Presturinn gengur upp að altarinu og byrjar að tala og svona, þetta vanalega ... og svo segir hann: "... Nú skulum við syngja saman sálm númer 262..." og svo byrjar maðurinn bara að syngja... ekki laglaus eða neitt þannig, bara ... það söng enginn nema presturinn... og alveg heil þrjú erindi og ekkert orgel undir ...- ha ha ha ... ha ha *dæs* Jæja, mér fannst þetta fyndið! ... og já, hún var skírð Sylvía Rut :) Smári og Ívar vinur hans voru inni í bílskúr í allan gærdag að setja einhverja 15" keilu í Micruna, eitthvað sem mér dytti aldrei í hug að gera...en jæja, þetta gerðu þeir! Þannig að núna þegar þeir keyra um þá heyrist svona hljóð: "úmm tss úmm tss" - some say "plebbar" en... ekki er öll vitleysan eins!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home